Skip to main content

Rafrænar kosningar hófust í gærmorgun um eftirfarandi kjarasamninga.  Félagsmenn eru hvattir til að nýta atkvæðisrétt sinn.

  • Samningur milli ASÍ og SA sem skrifað var undir 21. janúar 2016. Nýji kjarasamningurinn er með gildistíma frá 1. janúar s.l. til ársloka 2018.  Atkvæðagreiðsla um samninginn þarf að vera lokið fyrir 26. febrúar n.k. Kjarasamningurinn felur í sér verulegar viðbætur við þær hækkanir sem samið var um á síðasta ári og byggir á rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá 27. október s.l. og bókun um lífeyrisréttindi frá 5. maí 2011 og er ætlað að tryggja jafnræði í kjaraþróun á grundvelli sameiginlegrar launastefnu og jöfnun lífeyrisréttinda. Nánari upplýsingar hér.

 

  • Samningur við Félag pípulagningameistara sem undirritaður var 25. janúar 2016.  Nánari upplýsingar hér.

 

  • Samningur við Bílgreinasambandið sem skrifað var undir þann 29. janúar 2016. Er samningurinn líkt og samningurinn við SA og Félag pípulagningameistara byggður á samkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá október á síðasta ári og samkomulaginu um jöfnun lífeyrisréttinda frá árinu 2011. Nánari upplýsingar hér.