Skip to main content

Félagið mun nú í sumar bjóða félögum sínum að kaupa greiðslumiða fyrir gistingu á Edduhótelunum á nðursettu verði, 5.500 kr. hver miði.  Miðinn gildir fyrir tvo í gistingu í tveggja manna herbergi með handlaug í eina nótt.  Ekki er innifalinn morgunverður.  Leyfilegt er að taka með sér 1-2 börn í herbergi án þess að greiða aukalega ef fólk hefur svefnpoka eða rúmföt.  Hótelið útvegar dýnu.

Greiðslumiðana má nota á Edduhótelunum 13 sem staðsett eru hringinn í kringum landið.  Gestir sjá sjálfir um að bóka gistingu.  Sé gist í herbergi með baði greiðist aukagjald 6.800 – 9.800 kr.

Á Edduhótelunum er boðið upp á fjölbreyttar veitingar.  Börn 5 ára og yngri fá frían mat ef þau panta það sama og foreldrar.  Börn 6-12 ára greiða hálft gjald fyrir mat ef þau panta það sama og foreldrar.

Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 444 4000 og edda@hoteledda.is.  Einnig er hægt að nálgast upplýsingar um hótelin á heimasíðu www.hoteledda.is