Skip to main content

Á aðalfundi félagsins sem fór fram með hefðbundnu sniði á Kaffi Krók í gær, urðu engar breytingar gerðar varðandi skipun stjórnar eða trúnaðarmannaráðs, enda engin ástæða til þar sem allir hafa skilað sínu með prýði.  Skoðunarmenn reikninga voru sömuleiðis endurkjörnir.  Árlega er skipt út mönnum í orlofsnefnd og í hana voru eftirtaldir kosnir:

Gunnar Helgi Helgason og Guðmundur A. Svavarsson starfsmenn Trésmiðjunnar Ýr ehf. og Guðmundur Helgi Gíslason og Jón Friðbjörnsson starfsmenn Kaupfélags Skagfirðinga í Kjarnanum.