Starfsendurhæfingarsjóður hefur það hlutverk að veita einstaklingum aðstoð í formi ráðgjafar og starfsendurhæfingar ef vinnugeta skerðist t.d. vegna veikinda eða slyss. Mikilvægur þáttur í þessari aðstoð felst í störfum ráðgjafa hjá sjúkrasjóðum stéttarfélaga ásamt kaupum á starfsendurhæfingarúrræðum eftir þörfum hvers og eins einstaklings. Ráðgjafi stéttarfélaganna á Norðurlandi vestra er Sveinn Allan Morthens.
Þjónustan er þér að kostnaðarlausu og hún er miðuð út frá þínum þörfum og skipulögð í góðri samvinnu við þig.
Ef starfsgeta þín er skert hvetjum við þig til að hafa samband við Svein Allan Morthens. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu VIRK.