Skip to main content

Aðalfundur félagsins fór fram á Kaffi Krók í kvöld, með hefðbundnu sniði.
Björgvin J. Sveinsson formaður félagsins flutti skýrslu stjórnar og kom fram í máli hans að ekki hefðu verið miklar breytingar á starfsemi félagsins á árinu 2023. Helst mætti þó nefna að lagt var í nokkurn kostnað við uppfærslu á heimasíðu félagins.
Stjórn félagsins er óbreytt frá fyrra ári og sama á við um trúnaðarráð félagsins nema Páll Sighvatsson og Jón Eymundsson hætta og í þeirra stað koma Einar Ólason og Sigurjón Karlsson.
Tillaga trúnaðarráðs um að leggja niður orlofsnefnd félagsins var samþykkt samhljóða og tekur stjórn félagsins við verkefnum nefndarinnar. Einnig var samþykkt tillaga um að hámark félagsgjalds til félagsins yrði 80.000 kr. fyrir árið 2025.
Að lokum var meðal annars samþykkt að fela stjórn að undirbúa 60 ára afmæli félagsins sem verður á næsta ári.
Páll Sighvatsson fyrrverandi formaður félagsins til margra ára tók til máls í lok fundar og þakkaði fyrir langt og ánægjulegt samstarf. Björgvin Sveinsson Formaður IFS þakkaði Páli fyrir áralangt farsælt starf í þágu félagsins í fundarlok.