Skip to main content

Félagsfundurinn var þokkalega vel sóttur af félagsmönnum.  Í upphafi fundar var heimasíðan formlega opnuð og voru fundarmenn ánægðir með framtakið.  Því miður komst fulltrúi Samiðnar ekki vegna veðurs, til að flytja erindi sitt á fundinum, en fundarmenn bættu sér þann missi á andlegu fóðri með ljómandi kaffiveitingum.  Nokkrar umræður urðu um hin ýmsustu mál félagsins og lauk ágætum fundi upp úr kl. 22.