Skip to main content

Stjórn og trúnaðarráði þótti ástæða til að breyta og útfæra nánar ákvörðun síðasta aðalfundar um félagsgjald, en þar hafði verið samþykkt að félagsgjald yrði 0,85% af öllum launum frá 1. júní 2012 að telja.

Samþykkt var á sameiginlegum fundi þann 30. maí sl. að setja þak á greiðslu félagsgjalda til félagsins.  Samkvæmt því þá er hámarksgreiðsla á ári 43.000 kr. pr. félaga.  Félagið endurgreiðir til félagsmanna í upphafi næsta árs á eftir, þá fjárhæð sem þeir greiða umfram hámarkið.