Skip to main content

Iðan – fræðslusetur

IÐAN fræðslusetur ehf.

IÐAN fræðslusetur ehf. varð til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva í iðnaði og ferðaþjónustu vorið 2006. Um áramótin 2006/2007 bættist síðan Fræðslumiðstöð bílgreina í hópinn. Eigendur IÐUNAR eru: Samtök iðnaðarins, Samiðn, MATVÍS, Grafía, FIT, VM, Bílgreinasambandið, Samtök ferðaþjónustunnar og Meistarafélag húsasmiða.

Hlutverk IÐUNAR er fyrst og fremst að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í iðnaði.

IÐAN hefur hlotið EQM (European Quality Mark) gæðavottunina sem er staðfesting á því að námskeið IÐUNAR standast evrópskar kröfur um gæði fræðsluaðila.

Með stofnun IÐUNAR er komið tækifæri til að þjóna þessum iðngreinum með miklu markvissari hætti en verið hefur.

(Upplýsingar fengnar af heimasíðu Iðunar)

IÐAN – fræðslusetur (heimasíða)