Skip to main content

Talsvert hefur verið um fyrirspurnir hvernig haga skuli greiðslu orlofsuppbótar fyrir þá félagsmenn sem fylgja kjarasamningum sem runnið hafa út og ekki verið endurnýjaðir.  Því er til að svara að Samiðn mælist til þess að miðað verði við umsamda orlofsuppbót sem tilgreind var í síðasta kjarasamningi.  Verði samið um hærri fjárhæð í yfirstandandi samningaviðræðum verði mismunurinn greiddur við næstu reglulegu útborgun eftir að samningar hafa verið undirritaðir og samþykktir.

Orlofsuppbótin 39.500 kr. að meðtöldu orlofi, greiðist þann 1. júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu (01.05.14-30.04.15), öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi 1.maí.

Sjá orlofsuppbót.

Tekið af heimasíðu Samiðnar.