Stéttarfélögin í Skagafirði verða með hátíðardagskrá 1. maí nk. í Bóknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra kl. 15:00. Ræðumaður verður Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB.
Að venju verða kaffiveitingar og skemmtiatriði úr ýmsum áttum. Félagsmenn eru kvattir til að mæta og gera sér glaðan dag, en Iðnsveinafélagið er að taka þátt í þessum sameiginlega viðburði í fyrsta skipti.