Kauptaxtaauki tók gildi þann 1. apríl sl. og hækka taxtalaun á almennum vinnumarkaði um 0,58% samkvæmt ákvæði í núgildandi kjarasamningum. Virkjast kaupaukinn ef launavísitala á almennum markaði hefur hækkað umfram umsamdar taxtahækkanir í kjarasamningum.
Í kjarasamningum á almennum markaði sem undirritaðir voru 7. mars 2024 er ákvæði þess efnis að sérstök launa- og forsendunefnd, skipuð fulltrúum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, skuli úrskurða um sérstakan kauptaxtaauka í mars ár hvert út samningstímann.
Nánari upplýsingar eru á heimsíðu Samiðnar.
Orlofsuppbót 2025 er 60.000 kr.