Skip to main content

Sambönd og félög iðnaðarmanna sem gert hafa með sér samstarfssamning vegna komandi kjaraviðræðna lögðu í dag fram kröfur sínar á fundi með Samtökum atvinnulífsins.

Megin áherslurnar eru:
> Endurskoðun núverandi launakerfa og byrjunarlaun iðnaðarmanna verði kr. 381.326 á mánuði.
> Almenn hækkun launa verði 20%.
> Verði samið til lengri tíma en eins árs verði laun verðtryggð.
> Gert verði átak til að draga úr yfirvinnu og dagvinnulaun hækkuð svo þau dugi til framfærslu. Þessu markmiði verði náð m.a. með aukinni framleiðni og hagræðingu í fyrirtækjum svo ekki komi til raunverulegs kostnaðarauka hjá fyrirtækjum.
> Heildarkostnaðaráhrifin af þessum hækkunum eru 23,2% og þar af rúm 3% vegna taxtatilfærslna.

Sjá kröfugerðina í heild.

Fréttin tekin af vef Samiðnar