Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra fyrirhugar að halda námskeið dagana 7.-9. maí nk. til undirbúnings sveinprófs í húsasmíði í maí 2010, ef næg þátttaka fæst.
Farið verður yfir bóklega og verklega þætti sem tengjast náminu. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu skólans og á skrifstofu, sími 455 8000. Þátttaka tilkynnist fyrir 1. maí 2010. Námskeiðið er styrkt af félaginu.