Skip to main content

Viðræðunefnd Samiðnar undirritaði í kvöld nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins til þriggja ára. Samningurinn felur í sér almennar launahækkanir upp á rúmlega 11% á samningstímanum og hækkun á launatöxtum um kr. 34.000 auk hækkunar á orlofs- og desemberuppbót og eingreiðslu kr. 50.000 sem greiðist út við undirskrift.

 

Almennar launahækkanir

1.júní 2011 – 4,25%

1.febrúar 2012 – 3,5%

1.febrúar 2012 – 3,25%

Aðrir kjaratengdir liðir taka sömu breytingum hlutfallslega á sömu dagsetningum, nema um annað hafi samist.

Eingreiðsla

Þann 1.júní verður greitt út eingreiðsla kr. 50.000 til allra nema þeirra sem látið hafa af störfum eða hafið störf á tímabilinu frá mars til apríl á þessu ári.

 

Nánari upplýsingar hér á heimasíðu Samiðnar