Umsókn fyrir orlofshúsi í Illugastaðir
Um Illugastaði
48 fm | 8 rúm
Illugastaðir eru í Fnjóskadal, tæplega 27 km austan Akureyrar. Svæðið á Illugastöðum er mjög notalegt og fjölskylduvænt. Á svæðinu eru miklir afþreyingamöguleikar eins og sundlaug og heitir pottar við hvert hús. Einnig er mini-golfvöllur, knattspyrnuvöllur, 4 frisbee golf körfur og spilsett fyrir þær í húsunum, leiktæki fyrir börn og skemmtilegar gönguleiðir.
Haustið 2017 var lagður ljósleiðari í öll húsin á svæðinu. Í húsin er því komin þráðlaus nettengin og myndlykill frá Símanum þar sem leigendur hafa aðgang að afþreyingu í gegnum grunnpakka Símans.
Innifalið
• Rúmstæði fyrir 8
• Sængur fyrir 8
• Koddar fyrir 8
• Borðbúnaður fyrir 8-12
• Sjónvarp
• Gasgrill
• Heitur pottur
Ekki innifalið
• Lín á rúm
• Handklæði
Hægt er að leigja bæði lín og handklæði á Illugastöðum. þarf að panta með sólarhrings fyrirvara í síma 462-6199 eða á illugastadir@simnet.is