Orlofssjóður Iðnsveinafélags Skagafjarðar mun greiða niður gistingu fyrir félagsmenn sína á 21 hóteli vítt og breitt um landið, sumarið 2012.
Samið hefur verið við Edduhótelin sem eru tólf talsins. Einnig hefur verið gerður samningur við Fosshótelin, níu að tölu. Frekari upplýsingar um skilmála og gistimöguleika eru hér að neðan.
Orlofssjóðurinn mun líka greiða niður tjaldstæðakostnað félaga sinna um 50% sumarið 2012, gegn framvísun frumrits reiknings eða kvittunar, þó að hámarki kr. 10.000.