Skip to main content

Ákveðið hefur verið hjá stjórn og trúnaðarmannaráði að kjósa um nýgerða kjarasamninga á milli Samiðnar og SA í póstkosningu.  Kjörgögn hafa verið send út til þeirra sem eru kjörgengir og á kjörskrá. Atkvæðaseðilinn þarf að fylla út og koma í póst fyrir kl. 18:00 mánudaginn 23. maí nk., eða til fulltrúa í trúnaðarmannaráði félagsins.  Félagar nýtið kosningaréttinn og kjósið.