Skip to main content

Í aðdraganda kjarasamninga á almennum vinnumarkaði sem undirritaðir voru 5. maí 2011 urðu miklar umræður um neikvæðar afleiðingar svartar atvinnustarfsemi og hvernig stuðla mætti að bættum viðskiptaháttum. Í viðræðum á milli fulltrúa ríkisskattstjóra (RSK), Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) varð að samkomulagi að efna til tímabundins átaks þessara aðila með heimsóknum á vinnustaði sem hefði að markmiði að leiðbeina um tekjuskráningu, sporna við svartri atvinnustarfsemi og upplýsa um skyldur smærri og meðalstórra rekstraraðila. Samkomulag þessa efnis var undirritað 14. júní 2011 og fékk átakið yfirskriftina „Leggur þú þitt af mörkum?“. Með yfirskriftinni er skírskotað til þess að bæði atvinnurekendur og launafólk hafa víðtækar skyldur gagnvart atvinnulífinu og samfélaginu í heild.

 

>>> Sækja skýrslu.

Tekið af vef Samiðnar