Skip to main content

Í gær undirritaði Samiðn f.h. aðildarfélaga nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins sem gildir til loka árs 2018.
Almennar launahækkanir eru í takt við gerða samninga Flóans og VR sem undirritaðir voru 29. maí s.l. og voru samþykktir í dag með miklum meirihluta atkvæða. Almennar launahækkanir eru metnar á um 16% en þær eru breytilegar vegna launaþróunartryggingar.
Gerðar eru breytingar á kauptaxtakerfinu. Byrjunartaxti var færður upp í eins árs taxta, öðrum töxtum hliðrað upp en sjö ára taxti fellur út. Þannig hækka byrjunarlaun um rúm 15% strax, en um 30% á samningstímanum. Með breytingum á kauptaxtakerfinu er verið að færa taxtakerfið nær markaðslaunum en það er gert m.a til að draga úr félagslegum undirboðum.
Auk þessa voru gerða ýmsar lagfæringar á gildandi kjarasamningi.
Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum. Atkvæðagreiðsla hefst í byrjun næstu viku og lýkur kl. 12:00 miðvikudaginn 15. júlí.

Undirritaður kjarasamningur við SA