Skip to main content

Iðnsveinafélag Skagafjarðar og Félag málmiðnaðarmanna Akureyri hafa gert samkomulag sín á milli um gagnkvæma notkun á orlofshúsum félaganna yfir vetrartímann, þ.e. mánuðina september til maí.  Einnig munu félögin skiptast á fjórum vikum yfir sumarið. Verður það auglýst nánar í næsta mánuði þegar opnað verður fyrir umsóknir félagsmanna.

Orlofshús FMA er staðsett að Illugastöðum í Fnjóskadal.  Nánari upplýsingar er að finna hér.

Til að panta bústaðinn að Illugastöðum þá hringið þið á skrifstofu FMA og látið vita að þið séuð í Iðnsveinafélagi Skagafjarðar.  Síminn er 455-1050 eða 455-1052.

Greið leið í Fnjóskadalinn