Skip to main content

Aðalfundur félagsins fór fram á Kaffi Krók í gær. Má segja að stöðuleiki ríki í starfsemi félagsins þar sem fundarmenn samþykktu að stjórn félagsins, trúnaðarmannaráð, orlofsnefnd og skoðunarmenn yrðu skipuð sömu mönnum og áður. Einnig var samþykkt að félagsgjald til félagsins yrði óbreytt þ.e. 0,85% af öllum launum, þó að hámarki 70.000 kr. innan ársins 2023.