Skip to main content

Áætlað er að hafa vinnudag félagsmanna til viðhalds á sumarbústaðnum okkar í Varmahlíð næstkomandi laugardag, 12. júní nk.  Mála þarf glugga og þakkanta og bera fúavörn á veggi hússins og olíu á pallinn.  Lakka þarf gólf í geymslu og gera annað smálegt innandyra.  Einnig stendur til að setja handrið á sólpallinn.  Gaman væri að sjá sem flesta félagsmenn, enda vinna margar hendur létt verk!  Smile

Gott væri ef menn gripu með sér pensla, stóra og smáa ef þeir eiga.

Mæting kl. 09:00 á laugardagsmorgun við bústaðinn.

Kveðja, stjórn Iðnsveinafélags Skagafjarðar