Áætlað er að hafa vinnudag félagsmanna til viðhalds á sumarbústaðnum okkar í Varmahlíð næstkomandi laugardag, 12. júní nk.  Mála þarf glugga og þakkanta og bera fúavörn á veggi hússins og olíu á pallinn.  Lakka þarf gólf í geymslu og gera annað smálegt innandyra.  Einnig stendur til að setja handrið á sólpallinn.  Gaman væri að sjá sem flesta félagsmenn, enda vinna margar hendur létt verk!  
Gott væri ef menn gripu með sér pensla, stóra og smáa ef þeir eiga.
Mæting kl. 09:00 á laugardagsmorgun við bústaðinn.
Kveðja, stjórn Iðnsveinafélags Skagafjarðar
