Skip to main content

 Þann 15. ágúst 2010 tekur gildi samkomulag ASÍ og SA um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum. Samkomulagið byggir á lögum nr. 42/2010 um sama efni  sem veita heildarsamtökum vinnumarkaðarins heimild til að semja um  hvaða starfsgreinar falli undir gildissvið laganna hverju sinni. Öllum atvinnurekendum í hlutaðeigandi greinum ber að sjá til þess að starfsmenn fái vinnustaðaskírteini þegar þeir hefja störf.

Byggingastarfsemi, mannvirkjagerð, rekstur gististaða og veitingarekstur falla undir gildissvið samkomulagsins og er miðað við ÍSAT2008 flokkun atvinnurekanda í fyrirtækjaskrá RSK. Samkomulag ASÍ og SA afmarkar einnig hvaða starfsmenn innan þessara atvinnugreina falla undir eftirlitið.

Sjá nánari upplýsingar hérVinnustaðaskírteini